Saltlögur fyrir kalkún

 Þegar við eldum kalkún höfum við sett hann í léttan saltlög til að viðhalda safanum í kjötinu við eldun. Þetta er sérlega áhrifarík aðferð til að koma í veg fyrir að kjötið þorni upp við eldun.  Ef þið leggið fuglinn í saltlög er betra að hafa lítið sem ekkert salt í fyllingunni til að geta notað soðið af fuglinum í sósu. 

Saltlögur:
300 g salt á móti 4 lítrum af vatni
sykur og eplasafi

kryddjurtir t.d. salvía, timjan, rósmarín og allrahanda

laukur, fínsaxaður


Leysið saltið upp í vatninu og bætið kryddi og sykri eftir smekk út í pækilinn. Finnið til hreinan plastpoka eða plastfötu sem rúmar kjötið með góðu móti. Hellið saltleginum yfir kjötið gætið þess að lögurinn hylji kjötið.  Setjið kjötið í saltleginum í kæliskáp og látið pæklast í allt að 10-12 tíma, en tímalengdin fer eftir því hve stór fuglinn er. 

 


2–6 kg er gott að salta í 12 tíma

6–8 kg í 14–16 tíma

8–11 kg í allt að 24 tíma

 

 

Uppskriftir Uppskriftir
GOTT AÐ VITA ...
Í bókinni Góður matur - gott líf eru kaflar um pylsu- og ostagerð. Við gerum ráð fyrir að margir vilji vita hvar hægt sé að kaupa pylsugarnir og ostahleypi. 
Pylsugarnir er hægt að fá hjá heildverslunni NOKK ehf, Kjalarvogi 5, Reykjavík, sími: 533 5555.   
Ostahleypir fæst í Búrinu ostaverslun, Nóatúni 17, Reykjavík, sími: 551 8400.
 
Ef eru fleiri hráefni sem ykkur vantar upplýsingar um, sendið þá endilega á okkur fyrirspurn og við reyna að svara eins fljótt og hægt er.

Að búa til baguette

 

Oft þegar matarboð eru haldin þá er brauðin látin mæta afgangi. Þau baguette brauð sem eru seld hér eru afar misjöfn að gæðum sum frábær, önnur ekki og það er dapurlegt að bjóða vinum sínum upp á eðal osta og vín en klikka svo á brauðinu.
 
Það má segja að uppskriftin að deigi í fötu breyti afstöðu manns til brauða og baksturs almennt. Hlutirnir þurfa oft ekki að vera flóknir til að þeir virki. Eitt af því sem maður rekur sig fljótt á þegar maður notar þessa uppskrift er að deigið er blautara en hefðbundið brauðdeig, klístrast meira og vill stundum renna út til hliðanna. Svarið við því er að móta hleifana ekki of stóra og/eða nota hefunarkörfur eða grindur. Hefunargrind eins og sést hér á myndinni hefur reynst okkur prýðilega. Með henni er hægt að fá ilmandi og stökk baguette brauð úr ofninum með lítilli fyrirhöfn. Brauðið er bakað í grindinni sem tekur þrjú brauð og passar prýðilega inn í ofn. Hún heldur vel við deigið þannig að það renni ekki til hliðanna og brauðin mótast eins og alvöru baguette á að vera. Þessi grind er teflonhúðuð og er því auðveld í þrifum en við höfum

 

vanið okkur á að olíubera rásirnar til að koma í veg fyrir að brauðin festist við. Teflon húð er annars þekkt fyrir að missa eiginleika sína allfljótt, sérstaklega við hátt hitastig.
 
Deigið er tekið úr fötunni og teygt á því þar til það hefur náð svipaðri lengd og grindin. Best er að þykktin sé sem jöfnust. Við rúllum endana út milli handanna. Komum deiginu fyrir í grindinni, sáldrum hveiti eða rúgmjöli yfir og leggjum klút yfir og látum hefast. Ofninn er hitaður upp á meðan. Skáskerum raufar ofan á brauðin með beyttum eða tenntum hníf og bakað með aðferðinni sem lýst er í Góður matur-gott líf. Gæta þarf þess að ofbaka ekki brauðin, þau eru jú mun þynnri en hleifarnir. Hver og einn verður að finna það útfrá sínum ofni. Þeir geta verið ansi misjafnir. 
 
En þetta er í stuttu máli leyndarmálið okkar á bak við það að geta borið fram stökk og ilmandi baguette brauð fyrir matargesti og fjölskyldu. Ekki skemmir að þau líta vel út.
GOTT AÐ VITA ...
Nú þegar farið er að hausta fyrir alvöru og vetur farinn að sýna sig er ágætt ráð til að lengja líftíma kryddjurtanna sem eru úti í garði að breiða akrýldúk yfir þær. Sumar jurtanna geta þolað vægt frost í einhvern tíma ef það dregst ekki því meir á langinn. Steinselja verður slöpp eftir frostnætur en ef hlýnar inn á mili jafnar hún sig oft. Við höfum oft sótt okkur timjan eða salvíu út í garð fram í desember. Svo er líka hreinlega hægt að færa þær inn í eldhúsglugga.
 
Ef þú býrð svo vel að eiga mikið af ferskum kryddjurtum er um að gera að nýta þær þannig að þær endist sem lengst fram á veturinn. Í bókinni Góður matur - gott líf er að finna margar góðar hugmyndir að nýtingu á kryddjurtum og þar má nefna kryddjurtapestó, kryddolíur og edik.
Rauðrófu- og gulrótarsúpa
Holl og góð grænmetissúpa. Ef eitthvað verður eftir af henni er upplagt að taka með sér í vinnuna daginn eftir og borða í hádeginu því þá er hún jafnvel orðin enn betri.

sjá uPPskrift

Rauðrófu- og gulrótarsúpa
Í fiskbúðunum er stundum hægt að finna laxahausa á sérlega góðu verði - nú, eða kannski endaði laxinn sem þú veiddir á grillinu en þú veist ekki hvað þú getur gert við beinin og hausinn. Hér er einföld og sérlega fínleg og góð laxasúpa sem sómir sér vel á hvaða veisluborði sem er.

sjá uPPskrift

Rauðrófu- og gulrótarsúpa
Ódýr og saðsöm súpa sem fljótlegt er að búa til.

sjá uPPskrift

Góður matur – gott líf
NETKLÚBBUR

Vertu meÐ og fáÐu senda

áminningu þegar nýtt efni

kemur inn á vefinn

Öðru hvoru bætum við inn nýju efni sem tengist bókinni með einhverjum hætti s.s. árstíðar tengdar uppskriftir, góð kaup, áhugaverð hráefni til matargerðar eða góð ráð.
SkráÐu netfangiÐ þitt hér fyrir neÐan